24.4.2009 | 21:30
Ríkisumsvifin eru hafin hjá VG
Steingrímur J hefur nú boðað að Matís fái nýtt húsnæði vegna þess að það eigi að fara í mannaflsfrekar framkvæmdir á vegum ríkisins. Frábært!!?? Ég er semsagt að fara borga húsnæði undir samkeppnisaðilan minn. Matís ohf var stofnað á sínum tíma til þess að gera það að sjálfstæðri stofnun ekki satt? Nú bregður svo við að þeir eru núna aftur komin undir væng ríkisins og eru notaðir sem verkfæri til þess að auka atvinnu á krepputímum.
Hvað með vegakerfið í landinu? Þar væri heldur betur hægt að fara í mannaflsfrekar framkvæmdir. Miðað við þessa hugmynd Steingríms þá mætti halda að hann hafi ekki ekið mikið um sitt kjördæmi og sína heimabyggð svo við tölum nú ekki Vestfirðina. Nei hann ætlar ekki láta kjördæmið sitt njóta neinna sérhagsmuna frekar en þegar hann var samgönguráðherra á sínum tíma.
Ef VG var einhverntíma valkostur þá er sá kostur fokinn út í veður og vind
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Axel Eyfjörð Friðriksson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.