23.4.2009 | 22:45
Kosningar í vændum
Jæja, kosningar um helgina!!!
Ég er ekki búinn að gera upp huga minn. Finnst einhvern veginn engin geta svarað þeim spurningum sem ég spyr, eins og hverning ætla menn að fara að því til dæmis að lækka greiðslubyrði íbúðalána um 50% næstu 3 árin án þess að stofna lífi bankanna í hættu eins og sjálfstæðismenn eru nú farnir lofa. Leið samfylkingarinnar er mjög óskýr og ekki mjög álitleg. Vinsri grænir tala í kross hver við annan (sbr Kolbrún og Steingrímur). Frjálslyndiflokkurinn er náttúrulega bara djók og flokka ég hann með Ástþóri Mag. (mætti telja þá saman eins og gert var við auða og ógilda seðla). Framsóknarmenn tala um 20% niðurfellingu skulda heimilinna og fyrirtækja, göfugt markmið sem ég gæti alveg valið. Borgarahreyfingin býður fram vennjulegt fólk sem vill fá fagmenn í ráðherrastólana og fella niður verðtrygginguna, nokkuð vonlaust markmið en ég er samt sammála því. Af hverju þá ekki að kjósa þá til þess að standa við það sem maður talaði um í byrjun hrunsins að skipta út öllu gamla liðinu sem er á þingi og fá nýtt fólk inn með nýjar hugmyndir og er ekki á kafi í fjórflokkaspillgunni og sjá ekki skóginn fyrir trjám.
Það er spurning sem ég svara sennileg bara í kjörklefanum
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Axel Eyfjörð Friðriksson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.