Halda menn að kjósendur séu vitlausir

Nú liggur sjáLfstæðisFLokkurinn í því (takið eftir L og FL stöfum í nafni flokkins sem er víst nýtt lógó)

Fyrir mér og eflaust fleiri kjósendum er eins og gamla REY málið sé aftur að koma í bakið á mönnum.  Hverslags vinnubrögð eru eiginlega viðhöfð varðandi fjármál sjáLfstæðisFLokksins?  Eru reikningar FLokksins ekki lagðir fram á miðstjórnarfundum og þeir samþykktir?  Ef svo hefur verið gerði engin af þessum lögfræðingum sem flokkurinn samanstendur af athugasemdir við þetta? 

Ragnheiður Ríkharðsdóttir talaði um að þetta væru gjörðir gömlu kynslóðarinnar.  Hefur Ragnheiður ekki skoðað sinn eigin framboðslista?  Þeir samanstanda af þessari "gömlu kynslóð" það eina sem hefur breyst er að Björn B, Geir H, Sturla B og Árni M sem eru farnir og hitt liðið hefur færst upp um sæti á listunum, einstaka ný andlit eru sjáanleg í efstu sætum framboðslistanna.

 Það verður spennandi að sjá hver framvinda þessa máls verður


mbl.is Illugi: Vissi ekki um styrkina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar SAFYLKINGIN er annars vegar eru kjósendur bæði heymskir og fljótir að gleyma.  Annars eru þeir furðu glöggir.

Friðrik (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 14:04

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Sá sem stimplar aðra heimska, ætti að læra að skrifa orðið HEIMSKUR.

Anna Einarsdóttir, 10.4.2009 kl. 15:29

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Kjósendur hafa enn möguleika á að raða á lista flokkanna, það er ekki öll von úti enn:

Hvernig á að kjósa í komandi kosningum?

Var að stofna áhugamannahóp á Facebook um málefnið:

http://www.facebook.com/group.php?gid=59606301394&ref=nf

Kjartan

WWW.PHOTO.IS

Kjartan Pétur Sigurðsson, 10.4.2009 kl. 17:56

4 identicon

"Heimskur er sá er heima situr..."  Heymskur er sá er hefur hey í kollinum. MOÐHAUS.

friðrik (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 19:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Axel Eyfjörð Friðriksson

Höfundur

Axel Eyfjörð Friðriksson
Axel Eyfjörð Friðriksson
Axel Eyfjörð, sjávarútvegsfræðingur, áhugamaður um skot- og stangaveiði
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband