Rjúpnavertíðinni lokið

Jæja þá er þessum rjúpnavertíð lokið og oft hef ég riðið feitara hrossi frá henni.  eins og fram kom í síðustu færslu hjá þá var mikið haft fyrir þessu á heimavellinum.  Síðustu helgina var haldið til fyrirheitna landsins hjá honum Finnboga bónda í Hítardal.  Með mér í för Jón Eyfjörð sem á að heita stóri bróðir (auðvitað er ég miklu stærri).  Báðir dagarnir, laugardagur og sunnudagur voru teknir frá í þetta.  Nú átti að bæta fyrir alla vonlausu túrana sem farnir voru fyrr á tímabilinu.  Allar aðstæaður voru hinar ákjósanlegustu og allt lofaði góðu.  Byrjað var á að koma sér fyrir í veiðihúsinu við Grjótá og hita það upp.  Síðan var haldið til veiða.  Ekki var ég búinn að labba lengi þegar fyrsta rjúpan flögraði upp og var skotin með það sama.  Skyttan hitti hana svo vel að sennilega fer hún bara beint í bufftartar og tartalettur um jólin.  Ég held að ég hafi náð af henni öllu fiðrinu og úrbeinað hana líka í skotinu.  Hún var nú samt hirt, bráð er bráð.  Til að gera langa sögu stutta þá sá ég ekki meira af rjúpu þann daginn.  Að vissu leyti var ég ánægður, 100% kill.  Ofsalega var gott að koma í húsið um kl: 4 seinnipartin á laugardeginum og fá sér fordrykk (G og T).  Settumst við nú niður og ræddum ástandið í þjóðfélaginu og spiluðum Hornafjarðarmanna langt fram á kvöld.  Átum heilt hænsnabú með meðlæti. 

Sunnudagurinn rann upp með ótrúlega falllegu veðri og hörkufrosti, c.a. 14°C frost.  Ekki hafði ég labbað lengi þegar 3 rjúpur flugu upp og náði hetjan að klippa niður 2 á flugi en náði ekki að sjá hvar önnur þeirra lenti en fann hina.  Hún var sett í rjúpna vestið forláta sem ég hafði fjárfest í fyrir vertíðina.  ekki sást blóðblettur á þessari rjúpu.  Ástæðan var sú að hún hafði bara rotast við höggbylgjuna af skotinu því 10 mínútum síðar byrjaði  mín að ropa og flögra upp í vestiunu mínu á afláts. Greyið var aflífuð hið snarasta.  Enn og aftur sá hetjan ekki fleiri rjúpur þennan dag og varð að sætta sig við að hafa bara murkað lífið úr 7 fuglum þetta tímabilið.   Mikið var haft fyrir þeim, allur rifin og tættur eftri hraunið og kjarrið í Hítardalnum og sjáfsálitið líka svolítið tætt.  En þetta verður betra á næsta ári það skal verða betra andskotin hafi það.  Þá verð ég búinn að taka fram úr þessari með barnavagnin.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hlakka til að borða rjúpurnar með þér á aðfangadagskvöld, þær smakkast örugglega en betur af því að það var haft svo mikið fyrir því að ná þeim

kv

Spús

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 00:26

2 identicon

Já blessaðar rjúpurnar. Er ekki hægt að kaupa rjúpur??

Einar (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Axel Eyfjörð Friðriksson

Höfundur

Axel Eyfjörð Friðriksson
Axel Eyfjörð Friðriksson
Axel Eyfjörð, sjávarútvegsfræðingur, áhugamaður um skot- og stangaveiði
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband