12.11.2008 | 20:58
Nú skal taka það með trukki
Jæja nú á að fara taka sig saman í andlitinu og byrja að hreyfa sig reglulega.
Átakið byrjaði á fullu um helgina þegar farið var á rjúpnaveiðar með Hilmari vini mínum. Farið var norður yfir Holtavörðuheiði alla leið norður í Miðfjörð þar sem við höfðum leyfi eins landeiganda til þess að ganga. Mikil eftirvænting var en þó var það haft á orði að sennilega yrði mest haldið til í bílnum. ´Við gengum að mínu mati talsvert og náði undirritaður að svitna talsvert, hvort það var vegna hræðslu að týnast í þokunni sem var á svæðinu eða vegna líkamlegrar áreynlsu skal ósagt látið. Nú síðan var haldið á næstu jörð og gengið enn minna en á þeirri fyrri og ekki batnaði veðrið. Að lokum var stoppa upp á Holtavörðuheiði og labbað örlítið og það hafðist ein rjúpa upp úr krafsinu.
Strax dagin eftir var kné látið fylgja kviði og farið strax eftir vinnu með IPODINN út að hlaupa og reynt að bera sig fagmannlega að þessu. Nýjir hlaupaskór, rykið dustað af hlaupagallanum sem keyptur var í Svíþjóð fyrir 3 árum síðan. Ráðist var í að hlaupa stífluhringin í Elliðaárdalnum. Þetta gekk mjög vel, svitin byrjaði spretta fram á öllum líklegum og ólíklegum stöðum. Þetta leit vel út. Þegar leið á hlaupin varð ég var við að eitthvað var á eftir mér en ég sá ekki hvað það var nákvæmlega en herti þá á sprettinum (sem mér fannst bara vera talsverður). Alltaf fannst mér þetta sem veitti mér eftirför nálgast mig þó ég herti og herti á mér. Fyrir rest var það óumflúið, fram úr mér geystist kona ýtandi á undan sér barnavagni. Það er óhætt að segja að sjálfsálitið beið talsverða hnekki. Ekki þýðir að leggja árar í bát, ég verð bara að fara út að hlaupa þegar engin er á ferli t.d. um nótt eða seint að kvöldin.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Axel Eyfjörð Friðriksson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll gamli
Góður á hlaupunum og veiðinni verð að fara að prófa þetta með rjúpnaveiði er ekki ein rjúpa svona eins og forréttur? Fór einu sinni að hlaupa um kl 20.00 á laugardagskveldi (sennilega of langt gengið að hlaupa á svo ókristinlegum tíma) og það var ekki einn einasti hlaupari á ferðinni bara fullt af fólki að grilla og drekka bjór leið smá eins og hálfvita, ekkert nýtt þar, en hljóp bara áfram. Gangi þér vel.
Kveðja frá Sverige
Einar (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 12:16
Gaman að sjá þig á blogginu þó að ég sé búin að lýsa yfir bloggstoppi, mun fylgjast með þrátt fyrir það og hver veit bloggandinn komi yfir þegar það hættir að anda köldu að norðan og vorvindar glaðir taka við með tilheyrandi fagni og gleði !
Sunna Dóra Möller, 17.11.2008 kl. 18:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.