Hvað þykist sérstakur saksóknari vera?

Jæja, nú liggur fyrir að öll sú vinna sem sérstakur saksóknari hefur verið að vinna er í algjöru trássi við ráðleggingar færasta sérfræðings heims í þessum málaflokki.  Það er ekki nóg að vera kotroskin og fara í húsleitir til þess að sefa almúgan.  Svo virðist sem þessar aðgerðir hans séu mjög handahófskendar og koma allt of seint fyrir minn smekk.

Nú verður þessi ríkisstjórn, sem búin er að hlekkja börnin mín og verðandi barnabörn (vonandi) í skuldahlekki um ókomna tíð, að taka í taumana og hrista saksóknaran aðeins til og skipa honum að fara vinna eins og maður, ekki eiga í gagnlegum skoðanaskiptum við færasta sérfræðing heims í þessum málum, fara eftir því sem hún segir og ekkert hnu með það.


Ríkisumsvifin eru hafin hjá VG

Steingrímur J hefur nú boðað að Matís fái nýtt húsnæði vegna þess að það eigi að fara í mannaflsfrekar framkvæmdir á vegum ríkisins.  Frábært!!??  Ég er semsagt að fara borga húsnæði undir samkeppnisaðilan minn.  Matís ohf var stofnað á sínum tíma til þess að gera það að sjálfstæðri stofnun ekki satt?  Nú bregður svo við að þeir eru núna aftur komin undir væng ríkisins og eru notaðir sem verkfæri til þess að auka atvinnu á krepputímum.

Hvað með vegakerfið í landinu?  Þar væri heldur betur hægt að fara í mannaflsfrekar framkvæmdir.  Miðað við þessa hugmynd Steingríms þá mætti halda að hann hafi ekki ekið mikið um sitt kjördæmi og sína heimabyggð svo við tölum nú ekki Vestfirðina.  Nei hann ætlar ekki láta kjördæmið sitt njóta neinna sérhagsmuna frekar en þegar hann var samgönguráðherra á sínum tíma.

Ef VG var einhverntíma valkostur þá er sá kostur fokinn út í veður og vind


Kosningar í vændum

Jæja, kosningar um helgina!!!

Ég er ekki búinn að gera upp huga minn.  Finnst einhvern veginn engin geta svarað þeim spurningum sem ég spyr, eins og hverning ætla menn að fara að því til dæmis að lækka greiðslubyrði íbúðalána um 50% næstu 3 árin án þess að stofna lífi bankanna í hættu eins og sjálfstæðismenn eru nú farnir lofa.  Leið samfylkingarinnar er mjög óskýr og ekki mjög álitleg.  Vinsri grænir tala í kross hver við annan (sbr Kolbrún og Steingrímur).    Frjálslyndiflokkurinn er náttúrulega bara djók og flokka ég hann með Ástþóri Mag. (mætti telja þá saman eins og gert var við auða og ógilda seðla).  Framsóknarmenn tala um 20% niðurfellingu skulda heimilinna og fyrirtækja, göfugt markmið sem ég gæti alveg valið.  Borgarahreyfingin býður fram vennjulegt fólk sem vill fá fagmenn í ráðherrastólana og fella niður verðtrygginguna, nokkuð vonlaust markmið en ég er samt sammála því.  Af hverju þá ekki að kjósa þá til þess að standa við það sem maður talaði um í byrjun hrunsins að skipta út öllu gamla liðinu sem er á þingi og fá nýtt fólk inn með nýjar hugmyndir og er ekki á kafi í fjórflokkaspillgunni og sjá ekki skóginn fyrir trjám.

Það er spurning sem ég svara sennileg bara í kjörklefanum


Eigum við að trúa þessu????!!!!

Vaaaáááá!!!!  Ekki batnar það

Mér er spurn: Af hverju koma menn svona seint fram með þessa yfirlýsingu?

Það var ljóst að það stefndi allt í kaldakol hjá flokknum, af hverju koma þeir ekki fyrr fram og taka á sig ábyrgðina?  Hefði þetta legið strax fyrir hverjir þetta voru þá hefði höggið eflaust verið minna en þessi yfirlýsing nú gerir mig sem kjósanda bara enn þá  tortryggnari í garð sjálfstæðisflokksins.

Í mínum augum lítur þetta út sem stjórnlaust yfirklór sem ekki sér fyrir endan á enn þá.  Enn eru leiðinlegar spurningar á flokknum eins og þær hver hlutur Kjartans Gunnarssonar fyrrverandi framkvæmdastjóra er í þessu.  Þær koma ekki heim og saman yfirlýsingar hans og Andra sem tók við af honum.  Flest bendir til þess að Kjartan hafi allan tíman vitað bæði hverjir stóðu að þessu og hvers vegna styrkirnir voru svo háir sem raun ber vitni.  Það liggur í augum uppi að það er eitthvað í öllu þessu sem ekki þolir dagsins ljós og eflaust verður einhverju logið til svo það líti aldrei dagsins ljós.

En þátt fyrir allt að þá kemur sólin upp á morgun, páskadag.

Gleðilega páska

 


mbl.is Söfnuðu fé fyrir flokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Halda menn að kjósendur séu vitlausir

Nú liggur sjáLfstæðisFLokkurinn í því (takið eftir L og FL stöfum í nafni flokkins sem er víst nýtt lógó)

Fyrir mér og eflaust fleiri kjósendum er eins og gamla REY málið sé aftur að koma í bakið á mönnum.  Hverslags vinnubrögð eru eiginlega viðhöfð varðandi fjármál sjáLfstæðisFLokksins?  Eru reikningar FLokksins ekki lagðir fram á miðstjórnarfundum og þeir samþykktir?  Ef svo hefur verið gerði engin af þessum lögfræðingum sem flokkurinn samanstendur af athugasemdir við þetta? 

Ragnheiður Ríkharðsdóttir talaði um að þetta væru gjörðir gömlu kynslóðarinnar.  Hefur Ragnheiður ekki skoðað sinn eigin framboðslista?  Þeir samanstanda af þessari "gömlu kynslóð" það eina sem hefur breyst er að Björn B, Geir H, Sturla B og Árni M sem eru farnir og hitt liðið hefur færst upp um sæti á listunum, einstaka ný andlit eru sjáanleg í efstu sætum framboðslistanna.

 Það verður spennandi að sjá hver framvinda þessa máls verður


mbl.is Illugi: Vissi ekki um styrkina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með Keldnaholt?

Á ekki að skera niður fjárveitingar Háskólans sem fara í að niðurgreiða þjónustumælingar tilraunastöðvarinnar á Keldnaholti.  Fyrir þá fjármuni væri hægt að taka nokkra nýnema inn.  Hefur menntamálaráðherra athuga það?
mbl.is Ekki hægt að taka inn nýnema
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rjúpnavertíðinni lokið

Jæja þá er þessum rjúpnavertíð lokið og oft hef ég riðið feitara hrossi frá henni.  eins og fram kom í síðustu færslu hjá þá var mikið haft fyrir þessu á heimavellinum.  Síðustu helgina var haldið til fyrirheitna landsins hjá honum Finnboga bónda í Hítardal.  Með mér í för Jón Eyfjörð sem á að heita stóri bróðir (auðvitað er ég miklu stærri).  Báðir dagarnir, laugardagur og sunnudagur voru teknir frá í þetta.  Nú átti að bæta fyrir alla vonlausu túrana sem farnir voru fyrr á tímabilinu.  Allar aðstæaður voru hinar ákjósanlegustu og allt lofaði góðu.  Byrjað var á að koma sér fyrir í veiðihúsinu við Grjótá og hita það upp.  Síðan var haldið til veiða.  Ekki var ég búinn að labba lengi þegar fyrsta rjúpan flögraði upp og var skotin með það sama.  Skyttan hitti hana svo vel að sennilega fer hún bara beint í bufftartar og tartalettur um jólin.  Ég held að ég hafi náð af henni öllu fiðrinu og úrbeinað hana líka í skotinu.  Hún var nú samt hirt, bráð er bráð.  Til að gera langa sögu stutta þá sá ég ekki meira af rjúpu þann daginn.  Að vissu leyti var ég ánægður, 100% kill.  Ofsalega var gott að koma í húsið um kl: 4 seinnipartin á laugardeginum og fá sér fordrykk (G og T).  Settumst við nú niður og ræddum ástandið í þjóðfélaginu og spiluðum Hornafjarðarmanna langt fram á kvöld.  Átum heilt hænsnabú með meðlæti. 

Sunnudagurinn rann upp með ótrúlega falllegu veðri og hörkufrosti, c.a. 14°C frost.  Ekki hafði ég labbað lengi þegar 3 rjúpur flugu upp og náði hetjan að klippa niður 2 á flugi en náði ekki að sjá hvar önnur þeirra lenti en fann hina.  Hún var sett í rjúpna vestið forláta sem ég hafði fjárfest í fyrir vertíðina.  ekki sást blóðblettur á þessari rjúpu.  Ástæðan var sú að hún hafði bara rotast við höggbylgjuna af skotinu því 10 mínútum síðar byrjaði  mín að ropa og flögra upp í vestiunu mínu á afláts. Greyið var aflífuð hið snarasta.  Enn og aftur sá hetjan ekki fleiri rjúpur þennan dag og varð að sætta sig við að hafa bara murkað lífið úr 7 fuglum þetta tímabilið.   Mikið var haft fyrir þeim, allur rifin og tættur eftri hraunið og kjarrið í Hítardalnum og sjáfsálitið líka svolítið tætt.  En þetta verður betra á næsta ári það skal verða betra andskotin hafi það.  Þá verð ég búinn að taka fram úr þessari með barnavagnin.

 


Rjúpnatúr á heimavöllinn

Jæja, nú er stórskytta og lífskúnstnerin kominn heim úr frækilegri veiðiför norður í land á heimaslóðir þar sem heldur betur átti að ná í jólamatin og helst í fyrningar til næsta árs.  Eftir að hafa lúffað fyrir konum á hlaupum með barnavagna í æfingaprógraminu var markið sett hátt og gamli hringurinn í fjallinu fyrir ofan Finnastaði og Látraströnd tekin með áhlaupi.  Gekk ég upp allar brekkurnar sem ég hljóp upp hér áður fyrr og var nánast að niðurlútum kominn þegar ég sá loksins fyrstu rjúpuna og ég náði með herkjum.  Rosalega orku fær maður bara við það að sjá fugl.  Fljótlega sá ég fleiri rjúpur og adrenalínið alveg komið á fullt gas.  Ein til viðbótar féll fyrir stórskyttunni en þar með var ballið búið.  Skyttan gekk í 4 klst til viðbótar við þær 2 sem hún var búinn að ganga án þess að sjá svo mikið sem snjótittling.  (reyndar var ég farin í mestu vonbriðunum farin að hugsa um hvað þyrfi marga snjótittlinga til þess að ná einni rjúpu)  Þegar komið var á aðalsvæðið brustu gáttir vonbrigðanna, engin rjúpa sást á því og varla hefur verið þar rjúpa í einhverja daga. Það sem var mér til happs að Séra Bolli Pétur veitti mér þá sálusorg sem ég þurfti á að halda þegar heim var komið í Finnastaði (sem var einn góður vindill)

Næsta dag  var arkað á heimaslóðir Hilmars vinar míns í Bárðardal.  Þar var færið frekar þungt, háar hnéliftur allan daginn (5 klst) allt fullt af slóðum en engin rjúpa sjáanleg.  Þegar ég var að dauða komin gekk ég loksins fram á 2 fugla og náði að aflífa annan þeirra.  Þrír fugla komir til samans.

Sunnudagsmorgunin rann upp dimmur og guggin. ég fór fram úr en stór hluti af mér varð eftir í rúmminu og neitaði að hreyfa mig meira.  Þetta voru síðustu forvöð að bjarga andilitinu, ég varð að fara.  Þegar ég komu út um kjallaran á Finnastöðum blöstu við mér spor eftir rjúpu.  Hún hafði komið alla leið heim að dyrum!!!  Þetta ætlar að byrja vel hugsaði ég með mér.  Gömul og góð setning komu upp í huga mér sem Hilmar vinur minn sagði eitt sinn "Þetta getur ekki klikkað!!!"

Arkað var á sömu slóðir og ég fór á föstudegiunum áður nú skildi láta til skarar skríða.  Nú brá svo við að ég sá eina 6 til 7 fugla en ekki nokkur leið að komast nálægt þeim.  Færið var ömurlegt háar hnéliftur aftur sinadráttur og önnur elli merki létu á sér kræla.  Þegar heim var komi rakst ég á eina og yfirgefna rjúpu í skógrætkinni hjá foreldrum mínum og var hún umsvifalaust aflífuð þar sem hún var langt komin með að eyðileggja birkihríslurnar hennar mömmu, ekki var við það unað.

Eftir þennan rosa túr er ég kominn í síkt form að nú má konan með barnavagnin far að vara sig.  Sá dagur mun koma að það verð ég sem tek fram úr henni, sanniði til, það skal gerast.


Nú skal taka það með trukki

Jæja nú á að fara taka sig saman í andlitinu og byrja að hreyfa sig reglulega.

Átakið byrjaði á fullu um helgina þegar farið var á rjúpnaveiðar með Hilmari vini mínum.  Farið var norður yfir Holtavörðuheiði alla leið norður í Miðfjörð þar sem við höfðum leyfi eins landeiganda til þess að ganga.  Mikil eftirvænting var en þó var það haft á orði að sennilega yrði mest haldið til í bílnum.  ´Við gengum að mínu mati talsvert og náði undirritaður að svitna talsvert, hvort það var vegna hræðslu að týnast í þokunni sem var á svæðinu eða vegna líkamlegrar áreynlsu skal ósagt látið.  Nú síðan var haldið á næstu jörð og gengið enn minna en á þeirri fyrri og ekki batnaði veðrið.  Að lokum var stoppa upp á Holtavörðuheiði og labbað örlítið og það hafðist ein rjúpa upp úr krafsinu.

Strax dagin eftir var kné látið fylgja kviði og farið strax eftir vinnu með IPODINN út að hlaupa og reynt að bera sig fagmannlega að þessu.  Nýjir hlaupaskór, rykið dustað af hlaupagallanum sem keyptur var í Svíþjóð fyrir 3 árum síðan.  Ráðist var í að hlaupa stífluhringin í Elliðaárdalnum.  Þetta gekk mjög vel, svitin byrjaði spretta fram á öllum líklegum og ólíklegum stöðum.  Þetta leit vel út.  Þegar leið á hlaupin varð ég var við að eitthvað var á eftir mér en ég sá ekki hvað það var nákvæmlega en herti þá á sprettinum (sem mér fannst bara vera talsverður).  Alltaf fannst mér þetta sem veitti mér eftirför nálgast mig þó ég herti og herti á mér.  Fyrir rest var það óumflúið, fram úr mér geystist kona ýtandi á undan sér barnavagni.  Það er óhætt að segja að sjálfsálitið beið talsverða hnekki.  Ekki þýðir að leggja árar í bát, ég verð bara að fara út að hlaupa þegar engin er á ferli t.d. um nótt eða seint að kvöldin.


Skipta út öllu gamla liðinu

Var að horfa á Markaðinn hans Björns Inga og verð að segja að mér varð frekar ómótt að hlusta á viðtalið Sigurð hjá Kaupþing hf.  Hann talaði þar opinskátt um hvað fór milli hans og Davíðs Oddsonar okkar ástkæra seðlabankastjóra í New York fyrr á þessu ári.  Þar sagði hann að Davíð hefði hótað að taka Kaupþing niður ef þeir gerðu ekki eins og hann lagði til.  Eins talaði hann um þessi bankalán til starfsmanna.

Byrjum á Davíð.  Hvernig á að vera hægt að laga þessa kreppu sem við erum komin í þegar (ég leyfi mér að segja) geðsjúkur maður ræður lögum og lofum í Seðlabankanum og að mér sýnist líka í ríkisstjórninni.  Geir Haarde lúffar alveg þegar hann er annars vegar og ver það sem hann segir og gerir eins og grimmur varðuhundur.  Þessu verður að linna.  Davíð verður að fara frá.  Væri hann í einkagerianum væri fyrir löngu búið að láta hann fara. 

Nú berast líka fréttir af því að þeir sömu sem veltu skútunni séu enn þá innan handar í bönkunum.  Hvað er að?  Ríkisstjórnin hefur lofað að draga þá til ábyrgðar sem hafa valdið þessu en á hinn bóginn eru þeir að ráða þá aftur inn í bankana til þess að hjálpa til.  Þetta er eins og að biðja sakamannin að aðstoða lögregluna við að rannsaka glæpinn sinn.  Þeir geta þess vegna falið slóð sína og hvítþvegið á sér hendurnar meðan þeir eru enn þá innan veggja bankana.  Hvers konar rugl er þetta.  Tek heils hugar undir orð formanns félags fjárfest þar sem hann talar um þetta að þetta lið megi ekki vera þarna.

Varðandi bankalán starfsmanna kaupþings.  Þetta er stórfurðulegt.  Lykil starfsmönnum eru veitt himinhá lán til þess að kaupa í fyrirtækinu.  Þessu fannst mér Sigurður ekki ná að svara þannig að ég væri sáttur.  Hann sagði að engar persónuábyrgðir hafa fylgt þessu bara trygging.  í hverju? hlutabréfunum? Sem sagt bankinn lánaði starfsmönnum himinháar upphæðir til þess að kaupa í bankanum og þeir taka tryggingu í bréfunum í sjálfum sér. finnst ykkur þetta vera eðlilegt?  Kannski þar sem alvarlegast er fannst Fjármálaeftirlitinu þetta eðlilegt?

Ég held að við séum komin í það mikið öngstræti að við hreinlega verðum að afsala okkur því efnahagslega sjálfstæði og fá erlenda aðila sem eru algerlega óhlutdrægir í þessu til þess að bjarga okkur út úr þessu


Um bloggið

Axel Eyfjörð Friðriksson

Höfundur

Axel Eyfjörð Friðriksson
Axel Eyfjörð Friðriksson
Axel Eyfjörð, sjávarútvegsfræðingur, áhugamaður um skot- og stangaveiði
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 192

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband