Rjúpnatúr á heimavöllinn

Jæja, nú er stórskytta og lífskúnstnerin kominn heim úr frækilegri veiðiför norður í land á heimaslóðir þar sem heldur betur átti að ná í jólamatin og helst í fyrningar til næsta árs.  Eftir að hafa lúffað fyrir konum á hlaupum með barnavagna í æfingaprógraminu var markið sett hátt og gamli hringurinn í fjallinu fyrir ofan Finnastaði og Látraströnd tekin með áhlaupi.  Gekk ég upp allar brekkurnar sem ég hljóp upp hér áður fyrr og var nánast að niðurlútum kominn þegar ég sá loksins fyrstu rjúpuna og ég náði með herkjum.  Rosalega orku fær maður bara við það að sjá fugl.  Fljótlega sá ég fleiri rjúpur og adrenalínið alveg komið á fullt gas.  Ein til viðbótar féll fyrir stórskyttunni en þar með var ballið búið.  Skyttan gekk í 4 klst til viðbótar við þær 2 sem hún var búinn að ganga án þess að sjá svo mikið sem snjótittling.  (reyndar var ég farin í mestu vonbriðunum farin að hugsa um hvað þyrfi marga snjótittlinga til þess að ná einni rjúpu)  Þegar komið var á aðalsvæðið brustu gáttir vonbrigðanna, engin rjúpa sást á því og varla hefur verið þar rjúpa í einhverja daga. Það sem var mér til happs að Séra Bolli Pétur veitti mér þá sálusorg sem ég þurfti á að halda þegar heim var komið í Finnastaði (sem var einn góður vindill)

Næsta dag  var arkað á heimaslóðir Hilmars vinar míns í Bárðardal.  Þar var færið frekar þungt, háar hnéliftur allan daginn (5 klst) allt fullt af slóðum en engin rjúpa sjáanleg.  Þegar ég var að dauða komin gekk ég loksins fram á 2 fugla og náði að aflífa annan þeirra.  Þrír fugla komir til samans.

Sunnudagsmorgunin rann upp dimmur og guggin. ég fór fram úr en stór hluti af mér varð eftir í rúmminu og neitaði að hreyfa mig meira.  Þetta voru síðustu forvöð að bjarga andilitinu, ég varð að fara.  Þegar ég komu út um kjallaran á Finnastöðum blöstu við mér spor eftir rjúpu.  Hún hafði komið alla leið heim að dyrum!!!  Þetta ætlar að byrja vel hugsaði ég með mér.  Gömul og góð setning komu upp í huga mér sem Hilmar vinur minn sagði eitt sinn "Þetta getur ekki klikkað!!!"

Arkað var á sömu slóðir og ég fór á föstudegiunum áður nú skildi láta til skarar skríða.  Nú brá svo við að ég sá eina 6 til 7 fugla en ekki nokkur leið að komast nálægt þeim.  Færið var ömurlegt háar hnéliftur aftur sinadráttur og önnur elli merki létu á sér kræla.  Þegar heim var komi rakst ég á eina og yfirgefna rjúpu í skógrætkinni hjá foreldrum mínum og var hún umsvifalaust aflífuð þar sem hún var langt komin með að eyðileggja birkihríslurnar hennar mömmu, ekki var við það unað.

Eftir þennan rosa túr er ég kominn í síkt form að nú má konan með barnavagnin far að vara sig.  Sá dagur mun koma að það verð ég sem tek fram úr henni, sanniði til, það skal gerast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verður frúin nú að vinna um jólin????

.... jæja vist þú ert komin í svona mikið form, þá kemuru í London marathon!!

hanna (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 22:09

2 identicon

Fjórar rjúpur er það jólamaturinn i ár ææ þú verður nú að murka lífið úr einni önd líka. Verð komast í svona rjúpnaveiði með þér eitthvert árið.

Einar (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 07:54

3 identicon

Góður Axel

Það er sko nokkuð ljóst að ef þú heldur áfram á þessari braut þá má konan með barnavagninn fara að vara sig.Ég er sko viss um að bleika sullið sem þú ert að drekka á líka eftir að gera útslagið hehehehe.Ég get bara ekki hætt að bögga þig með það og ég er líka að spá í að hætta því bara ekkert(manni verður nú að hlakka til einhvers þegar líður á daginn)

Kv Birna Kristín

Birna Kristín (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 08:29

4 identicon

Mig minnir að forsíðumyndin þín hafi verið tekin á hreindýra(v)eiðum árið 2007.  Eftir fyrsta kaffisopann lyftist brúnin rétt eins og eftir fyrsta sálgæsluvindlasmókinn fyrir norðan.  Alveg merkilegt hvað rjúpurnar létu lítið sjá sig á ströndinni, mætti halda að þær hafi verið eitthvað smeykar við káta byssukarla Potturinn í baðhúsinu bjargaði stemmningunni 

Bolli Pétur Bollason (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Axel Eyfjörð Friðriksson

Höfundur

Axel Eyfjörð Friðriksson
Axel Eyfjörð Friðriksson
Axel Eyfjörð, sjávarútvegsfræðingur, áhugamaður um skot- og stangaveiði
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband